Árshlutareikningur Sláturfélag Suðurlands jan. – jún. 2025
Reykjavík, 21. ágúst 2025.
Fréttatilkynning frá Sláturfélagi Suðurlands svf.
Afkoma á fyrri árshelmingi 2025
- Tekjur á fyrri árshelmingi 10.131 m.kr. og hækka um 9,4% milli ára
- 694 m.kr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins en 613 m.kr. hagnaður árið áður
- EBITDA afkoma var 1.159 m.kr. en 1.103 m.kr. árið áður
- Eigið fé 8.880 m.kr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 60%
Árshlutareikningurinn samanstendur af árshlutareikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélögum þess, Reykjagarði hf. og Hollt og gott ehf.
Hagnaður samstæðu Sláturfélags Suðurlands á tímabilinu janúar til júní 2025 var 694 m.kr. Á sama tímabili árið áður var 613 m.kr. hagnaður. Eigið fé Sláturfélagsins er 8.880 m.kr. í lok júní.
Rekstrartekjur samstæðu Sláturfélags Suðurlands voru 10.131 m.kr. á fyrri árshelmingi ársins 2025, en 9.262 m.kr. á sama tíma árið áður og hækka því um tæp 9,4%. Aðrar tekjur voru 88 m.kr. en 61 m.kr. árið áður.
Vöru- og umbúðanotkun var 5.249 m.kr. en 4.779 m.kr. árið áður. Launakostnaður var 2.278 m.kr. og hækkaði um tæp 8,0%, annar rekstrarkostnaður var 1.531 m.kr. og hækkaði um tæp 15,1% og afskriftir voru 279 m.kr. og hækkuðu um rúm 1,2%. Rekstrarhagnaður án fjármunatekna og fjármagnsgjalda var 881 m.kr., en 828 m.kr. árið áður. Hagnaður fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir (EBITDA) var 1.159 m.kr. en var 1.103 m.kr. á sama tíma í fyrra.
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 17 m.kr., en voru 68 m.kr., á sama tímabili í fyrra. Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 9,6 m.kr. Reiknaður tekjuskattur nam 161 …