Rekstur Íslandshótela stöðugur á milli ára
Árshlutauppgjör Íslandshótela hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025
Stjórn Íslandshótela hf. staðfesti á fundi sínum í dag, föstudaginn 22. ágúst 2025, samstæðuárshlutareikning félagsins fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025. Árshlutareikningur félagsins hefur nú verið birtur.
Helstu lykiltölur fyrstu sex mánaða 2025 miðað við sama tímabil 2024:
- Rekstrartekjur námu 6.477,8 m.kr. (2024: 6.691 m.kr.)
- EBITDA nam 688,7 m.kr. (2024: 735 m.kr.)
- Tap eftir skatta nam 1.146,8 m.kr. (2024: 1.201,2 m.kr.)
- Bókfært eigið fé í lok júní 2025 var 24.599,2 m.kr. (árslok 2024: 25.746,0 m.kr.)
- Eiginfjárhlutfall í lok tímabilsins var 37,8% (árslok 2024: 36,3%)
Á fyrstu sex mánuðum ársins 2025 komu 955 þúsund ferðamenn til landsins samanborið við 963 þúsund á sama tímabili 2024, sem jafngildir samdrætti um tæp 1%. Mestu áhrifin voru á fyrstu þremur mánuðum ársins þegar ferðamönnum fækkaði um rúmlega 9% frá fyrra ári. …